Norski sjávarréttaframleiðandinn Enghav hefur hætt framleiðslu á fiskbollum og fiskkökum. Í staðinn verður lögð enn meiri áhersla á sushi. Ástæðan er sú að salan á fiskbollum hefur minnkað og ekki þykir fínt að borða þær ólíkt því sem gildir um sushi-réttina. Sushi er bæði hollt og nýtur vaxandi vinsælda.
Framleiðsla Enghav er mikil og fjölbreytt og veltir félagið um 800 milljónum króna (16 milljörðum ISK). Þrátt fyrir mikil umsvif hefur reksturinn ekki gengið nógu vel. Á síðasta ári tapaði félagið 6 milljónum (120 milljónum ISK). Hins vegar var góður hagnaður á sushi-deildinni.
Árið 2012 keyptu Norðmenn sushi fyrir 600 milljónir (12 milljarða ISK) samkvæmt upplýsingum frá Norska sjávarafurðaráðinu sem er 25% aukning frá árinu áður.