Mokveiði hefur verið í netin á hefðbundinni vertíðarslóð sunnan- og vestanlands þegar friður hefur verið fyrir veðri. Fiskifréttir ræða við nokkra netaskipstjóra í blaðinu í dag.

„Veiðarnar hafa gengið eins og í lygasögu. Þær snúast fremur um hvað við viljum fá mikið en að við séum að leita að fiski. Það er bullandi fiskirí. Við þurfum að skammta okkur aflann og gætum verið löngu búnir með kvótann ef við vildum,“ segir Óskar Jensson skipstjóri á Aski GK.

Margeir Jóhannesson skipstjóri á Þórsnesi II SH tekur í sama streng og segist ekki muna eftir annarri eins veiði í net og verið hafi frá áramótum. „Ég man til dæmis ekki eftir því áður að hafa lagt net klukkan sex að  morgni og þurft að draga þau nánast strax aftur til þess að fá ekki of mikið,“ segir Margeir.

Sjá viðtöl við Óskar, Margeir og fleiri netaskipstjóra í nýjustu Fiskifréttum.