Vel hefur gengið að skjóta hrefnu það sem af er vertíðinni og var í gær búið að ná 26 dýrum, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag. Reiknað er með að veiðin verði talsvert meiri en á síðasta ári þegar 58 dýr veiddust.
Leyfilegur afli á þessari vertíð er hátt í 250 hrefnur. Ljóst er að ekki verður veitt neitt í námunda við útgefinn kvóta enda ekki markaður fyrir kjöt af svo mörgum dýrum.
Sjá nánar um hrefnuveiðarnar í nýjustu Fiskifréttum.