Fyrsta hrefna vertíðarinnar veiddist í lok apríl en alls er búið að veiða sjö dýr í Faxaflóa. Tveimur dýrum var landað í morgun að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar  forstöðumanns Hrefnuveiðimanna ehf. sem gerir út tvo hrefnuveiðibáta.

Að sögn Gunnars hefur veiðin verið upp og ofan en gekk mjög vel í síðustu viku. „Fyrsta dýrið á vertíðinni fékkst 30. apríl sama daginn og við tókum í notkun nýtt vinnsluhúsnæði. Öll sjö dýrin hafa veiðst í Faxaflóa og ekki annað að sjá en að það sé mikið af hrefnu í flóanum núna.“

Sjá nánari umfjöllun um veiðarnar í sjómannadagsblaði Fiskifrétta sem kom út í dag.