Margt er sér til gamans gert. Nú stendur til að safna saman 20 þúsund „sjóræningjum“ á einn stað í Penzance í Cornwall á Englandi 26. maí í vor.

Hér er að sjálfsögðu ekki um raunverulega sjóræningja að ræða heldur fólk sem klæðir sig í sjóræningjabúninga og kemur saman til að ganga fylktu liði, skemmta sér og leggja góðum málum lið. Síðast þegar slíkt mót var haldið í Penzance fyrir þremur árum mættu 8.700 manns. Hins vegar komu 14 þúsund sjóræningjar á svipað mót í Hasting 2012.

Skipuleggjendur mótsins í Penzance ætla nú að slá öll met. Þeir gera sér vonir um að 20 þúsund manns mæti og það dugi til að fá metið skráð í heimsmetabók Guinnes. Hver þátttakandi greiðir 1 pund (188 ISK) og rennur gjaldið til styrktar sjóbjörgunarsveita.

Sjá nánar HÉR .