Samningur milli Fjarðabyggðarhafna og verktakafyrirtækisins MVA ehf. um lengingu Strandarbryggju á Fáskrúðsfirði var undirritaður á mánudaginn.

„Mun bryggjan breyta til muna aðstöðu til löndunar uppsjávarafla í fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar ásamt útskipun afurða frá fyrirtækinu.  Vinna við bryggjuna mun hefjast á næstu vikum og áætlað er að framkvæmdum verði lokið 15. júlí næstkomandi,“ segir á vef Fjarðabyggðar.

Í útboðsauglýsingu vegna framkvæmdarinnar kom meðal annars fram að steypa eigi 71 metra langan landvegg og gera 210 fermetra akkerisplötu.