Reiknað heildarbrottkast fyrir þorsk árið 2015 er nokkuð hátt, eða 7,3% af heildarfjölda landaðs afla og 2,13% af heildarþyngd landaðs afla.
Hafrannsóknastofnun hefur gefið út skýrslu um mælingar á brottkasti 2014 og 2015. Í skýrslunni eru niðurstöður brottkastsmælinga árin 2001-2015 einnig ræddar.
Brottkast ýsu var tiltölulega lítið bæði árin 2014 og 2015. Brottkast þorsks fór hins vegar vaxandi, og var talsvert árið 2015. Greining á brottkasti 2001-2015 leiddi í ljós marktækan mun á brottkasti milli veiðarfæra bæði í þorski og ýsu.
Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.