Frystitogarinn Brimnes RE, sem Brim hf. gerir út, varð langaflahæstur bolfisktogara á nýliðnu fiskveiðiári með 9.300 tonna afla. Brimnesið hafði töluverða sérstöðu því næsta skip á eftir, Venus HF, var með tæplega 7.600 tonn.
Í Fiskifréttum í dag eru birtir listar yfir 20 aflahæstu skip og báta í hverjum útgerðarflokki á síðasta fiskveiðiári.
Börkur NK frá Neskaupstað varð efstur uppsjávarskipa með tæplega 53.000 tonn. Línubáturinn Kristín ÞH frá Húsavík veiddi mest í bátaflokknum eða 4.177 tonn.
Í flokki krókaaflamarksbáta veiddi Ragnar SF frá Hornafirði mest eða 1.329 tonn. Á hæla honum kom Sirrý ÍS frá Bolungarvík með aðeins fjórum tonnum minna. Aflahæstur smábáta á aflamarki varð Bárður SH frá Arnarstapa með 798 tonn.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.