Brimnes RE aflahæsti frystitogarinn á landinu á árinu 2016 með 11.180 tonn, að því er fram kemur á vefnum aflafrettir.is . Inni í þessari tölu eru 5.252 tonn af makríl.
Í öðru sæti er Kleifaberg RE með 10.114 tonn og Vigri RE í því þriðja með 9.153 tonn.
Flestir frystitogaranna eru með minni afla á síðasta ári en árið 2015. Heildarafl þeirra árið 2015 var 127 þúsund tonn en árið 2016 121 þúsund tonn.