Brim hf. hefur keypt frystitogarann Esperanza del Sur frá fyrirtækinu Pesantar í Argentínu. Skipið hét áður Skálaberg og var gert út frá Færeyjum .
Skipið er 74,50 metra langt og 16 metra breitt og er 3.435 brt. Það er smíðað í Noregi árið 2003. Kaupverð skipsins er 3.500 miljónir króna.
Skipið verður afhent í næsta mánuði og kemur til Íslands í nóvember næstkomandi.
Þetta kemur fram á heimasíðu Brims hf .