Útgerðarfyrirtækið Brim í Reykjavík greiddi á árinu 2015 hæstu meðallaun allra þeirra fyrirtækja á landinu sem tóku þátt í árlegri könnun tímaritsins Frjálsrar verslunar. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.
Brim gerir út þrjá frystitogara, Brimnes RE, Guðmund í Nesi RE og Kleifaberg RE. Beinar launagreiðslur fyrirtækisins námu tæpum 3,5 milljörðum króna og meðalárslaun voru 24,4 milljónir króna á árinu eða sem svarar 2.045 þúsund krónum.
Bergur-Huginn sem gerir út togbátana Vestmannaey VE og Bergey VE greiddi næsthæstu meðallaunin á öllu landinu eða 21,5 milljónir króna eða 1.790 milljóna á mánuði.
Rétt er að taka fram að listinn yfir hæstu meðallaunin hjá sjávarútvegsfyrirtækjum miðast við ársverk og endurspeglar t.d. ekki alltaf raunveruleg laun einstakra skipverja (þar sem um hreina útgerð er að ræða) nema þeir fari í allar veiðiferðirnar. Þá verður einnig að hafa í huga að listinn er ekki tæmandi því skráning á hann er undir því komin að fyrirtækin sjálf vilji gefa upplýsingar.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.