Steve Irwin, flaggskip Sea Shepherd samtakanna, er nú á leið til Færeyja til að taka þátt í aðgerðum til að koma í veg fyrir grindhvalaveiðar Færeyinga. Fyrir á svæðinu er annað skip samtakanna, Brigitte Bardot, sem komið er þangað í sömu erindagjörðum.
Skipið Steve Irwin var leyst úr haldi á Hjaltlandi í dag eftir að Sea Shepherd samtökin höfðu greitt tryggingargjald að fjárhæð 98 milljónir íslenskra króna. Skipið var kyrrsett að kröfu eldisfyrirtækis á Möltu sem fór í mál við Sea Shepherd vegna skemmda sem samtökin ollu þegar þau slepptu úr haldi um 800 bláuggatúnfiskum úr kvíum utan við Líbíu á síðasta ári á þeirri forsendu að veiðarnar væru ólöglegar.
Paul Watson leiðtogi Sea Shepard samtakanna mun stjórna aðgerðum gegn grindhvalaveiðum Færeyinga.