Síðustu ár hefur makríllinn aðallega haldið sig langt vestur af Noregi á sumrin en í ár er hann að finna meðfram allri norðurströndinni. Allt virðist benda til þess að makríllinn gangi miklu lengra austur en fyrri ár, að því er segir á vef samtaka norskra útvegsmanna.
Þar er vitnað í Leif Nøttestad fiskifræðing sem skrifar á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar að göngumynstur makrílsins sé allt annað en þeir hafi séð fyrr. Nøttestad er nú í sérstökum leiðangri með fiskiskipinu Libas til að kortleggja útbreiðslu makríls í efnahagslögsögu Noregs í sumar.
Nøttestad veltir fyrir sér tveimur skýringum á þessu ástandi. Í fyrsta lagi líti út fyrir að meira æti sé fyrir makríllinn austar í hafinu en vestar. Auk þess sé Norska hafið kaldara en það hafi verið. Makríllin kunni betur við sig í hlýrri sjó og því hafa kuldinn takmarkað útbreiðslu hann til vestur og lengra norður í úthafið.