Ákveðið hefur verið að breyta fiskveiðiárinu á rækju við Snæfellsnes. Jafnframt verður rækjan friðum í einn og hálfan mánuð ár hvert á hrygningartímanum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Hingað til hefur fiskveiðiárið á rækjunni miðast við hefðbundinn tíma frá 1. september til 31. ágúst. Nýtt fiskveiðiár á rækju við Snæfellsnes hefst hins vegar 1. maí næstkomandi, samkvæmt nýlegri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þá hefur verið ákveðið að banna rækjuveiðar á þessum slóðum frá 15. mars til loka apríl, en rækjan veiðist aðallega í Kolluál og Jökuldýpi.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.