Gerðar hafa verið umtalsverðar breytingar í Silfurstjörnunni, landeldisstöð Samherja fiskeldis að Núpsmýri í Öxarfirði, á undanförnum misserum.

Framkvæmdum er nú lokið og af því tilefni er áhugasömum boðið að kynna sér starfsemina næstkomandi föstudag 5.september.

Tæknilega vel búin

„Verklegar framkvæmdir við stækkun Silfurstjörnunnar hófust í byrjun 2022 og hefur stöðin nú verið stækkuð um nær helming. Silfurstjarnan gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífi svæðisins, enda um að ræða stærsta vinnustaðinn fyrir utan sjálft sveitarfélagið. Eftir þ‏essar breytingar telst Silfurstjarnan tæknilega mjög vel búin á allan hátt og ‏‏‏það verður ánægjulegt að kynna starfsemina á föstudaginn. Við vonumst því til að sjá sem flesta,“ segir Elvar Steinn Traustason rekstrarstjóri Silfurstjörnunnar.

Dagskráin hefst klukkan 14:30 með kynningu Jóns Kjartans Jónssonar framkvæmdastjóra Samherja fiskeldis. Húsið opnar klukkan 14:00.

Þar á eftir verður gengið um vinnslusvæðið og gestir fræddir um starfsemina.