Sjávarútvegsráðherra hefur dregið til baka breytingu á upphafstíma dragnótaveiða í Faxaflóa.
Samkvæmt nýrri reglugerð verða dragnótaveiðarnar ekki heimilaðar fyrr en 1. september eins og verið hefur undanfarin ár. Upphaf veiðanna verður því ekki á morgun, 15. júlí, eins og áður hafði verið ákveðið.