Togarinn Brettingur RE, sem er í eigu Brims hf., er kominn á þorskveiðar við Vestur-Grænland. Hann er nú í fyrstu veiðiferðinni á vegum grænlenska sjávarútvegsfyrirtækisins Arctic Prime Production sem Brim er hluthafi í.
Aflanum verður landað ferskum og verður hann flakaður og frystur í frystihúsi fyrirtækisins í Qaqortoq á Suðvestur-Grænland, að því er Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf. tjáði Fiskifréttum. „Við ætlum að reyna að veiða að minnsta kosti 3.000 tonn af þorski í ár á tveimur skipum, annars vegar Brettingi og hins vegar línuskipi sem landar í Nanortalik þar sem aflinn er saltaður í saltfiskverkun fyrirtækisins,“ sagði Guðmundur.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.