Rekstrarhagnaður fiskiskipaflotans í Bretlandi nam 202 milljónum punda (um 39 milljörðum ISK) á árinu 2013 og jókst um 34% frá árinu áður samkvæmt nýbirtum opinberum tölum. Þetta kemur fram á vef FishUpdate .
Heildartekjur fiskveiða lækkuðu um 3% milli ára og námu alls um 751 milljónum punda árið 2013 (um 146 milljörðum ISK). Skýringin er lækkandi fiskverð á nokkrum tegundum. Bretar segja að með hagræðingu hafi útgerðinni tekist að ná góðum rekstrarárangri.