Verkfalli í loðnubræðslum hefur verið aflýst. Ekki hafa tekist samningar en Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls á Austurlandi segir að samninganefndin hafi ákveðið að aflýsa verkfalli að sinni að því er fram kemur á mbl.is

„Það er verið að bræða á fullu í Þórshöfn og það er búið að ráða mannskap í verksmiðjuna í Helguvík, sem við sáum ekki fyrir því þar hafa okkar félagsmenn verið að vinna. Það er því verið að bræða í tveimur verksmiðjum sem hefur orðið til þess að Færeyingar hafa hafnað að setja á löndunarbann. Vertíðin er langt komin og tafirnar í félagsdómi hafa kostað okkur heilmikið o.s.frv."

,,Staða okkar hefur því veikst mjög mikið síðustu daga. Þetta var taugastríð undir lokin og það var ljóst að atvinnurekendur ætluðu ekki að gefa sig og við sáum fram á að verkfall núna myndi ekki styrkja okkar stöðu,“ sagði Sverrir í samtali á mbl.is

Sverrir sagði að allt væri við það sama í kjaradeilunni.