Botnvarpan er það veiðarfæri sem skilar langmestu aflaverðmæti hérlendis. Af 133 milljarða aflaverðmæti íslenska fiskiskipaflotans á síðasta ári komu rúmlega 57 milljarðar úr botnvörpu eða 43%.

Næst á eftir kom flotvarpan sem notuð er við veiðar á uppsjávartegundum og úthafskarfa, en í hana kom fiskur að löndunarverðmæti 25 milljarðar króna sem er 19% af heildaraflaverðmætinu.

Þriðja mikilvægasta veiðarfærið er lína en hún skilaði svipuðu aflaverðmæti og flotvarpan eða 24 milljörðum sem er 18% af heild.

Þessi þrjú veiðarfæri skiluðu sem sagt 80% af heildaraflaverðmætunum í fyrra.

Þessar tölur má lesa úr skýrslum Hagstofu Íslands.