Ný könnun sem gerð var fyrir verslanakeðjuna Asda í Bretlandi leiðir í ljós mikið þekkingarleysi meðal barna á fiski.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vissi næstum fjórðungur barnanna sem spurður var ekki að ýsa væri fiskur. Sumir voru í þeirri trú að ýsa (e: haddock) væri nafn á leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Þriðjungur aðspurðra þekkti ekki laxaflök á mynd þrátt fyrir sinn bleika og allt öðruvísi lit en á flestum öðrum þekktum fisktegundum, og töldu myndina sýna grísakótilettu eða nautasteik.
Eitt af hverjum tíu börnunum töldu að fiskurinn væri alinn í kjörbúðunum eða í tjörnum í görðum borganna.