Börkur NK frá Neskaupstað varð aflahæstur íslenskra skipa á nýliðnu fiskveiðiári með tæplega 55.000 tonn, samkvæmt skrá Fiskistofu. Þerney RE fiskaði mest botnfisktogara eða tæplega 8.400 tonn.
Í bátaflokknum varð Jóhanna Gísladóttir ÍS hæst með rúmlega 4.200 tonn. Sirrý ÍS varð aflahæst krókaaflamarksbáta með 1.730 tonn og Bárður SH varð langefstur smábáta á aflamarki með liðlega 700 tonn.
Sjá nánar lista yfir aflahæstu skip og báta í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.