Vaxandi velmegun í Kína leiðir til þess að fólk getur gert betur við sig í mat og drykk en áður. Fleiri geta líka leyft sér lúxus sem var aðeins á færi örfárra áður, að því er fram kemur á vefnum fis.com.
Kínverskir neytendur eru tilbúnir til að borga fjörum til átta sinnum hærra verð fyrir þau forréttindi að geta valið lifandi fisk úr fiskabúrum á veitingastöðum. Eftirspurn eftir lifandi fiski hefur aukist og Indónesar hafa séð sér leik á borði til að anna henni. Veiðimenn á eyjunni Súmötru hafa þróað eldi á vartara (grouper) sem seldur er lifandi til Kína.