Vegfarendur í Belfast á Norður-Írlandi hugðu sér  gott til glóðarinnar þegar slatti af makríl rann aftan af vörubíl á ferð. Sumir byrjuðu að tína makrílinn upp í plastpoka með það fyrir augum að matreiða hann þegar heim kæmi.

Ekki leist heilbrigðisyfirvöldum borgarinnar vel á það og vöruðu fólk sterklega við því að leggja sér makrílinn til munns. Í fyrsta lagi væri óvíst um uppruna makrílsins og auk þess gæti fiskurinn hafa  mengast við snertinguna við götuna. Engar sögur fara af því hvort aðvaranirnar hafi borið  tilætlaðan árangur.