Neytendur í Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa  tilhneigingu til að kjósa frekar þorsk þegar þeir ,,boða úti“ , þ.e. á veitingastöðum, en lax ef þeir borða heima.

Þetta kom fram í neyslukönnun í þessum löndum sem prófessor við Verslunarháskólann í Stafangri í Noregi er í forsvari fyrir. Könnunin leiddi ennfremur í ljós að þorskur hefur sterkari stöðu en lax í Bretlandi en þessu er öfugt farið í Svíþjóð.

Þegar svarendur voru beðnir um að bera saman þorsk og lax annars vegar og svín og kjúklinga hins vegar kom í ljós að svínakjöt hafði miklu lakari ímynd en bæði lax og þorskur og var fiskurinn álitinn heilsusamlegri fæða.

Í heild hafði kjúklingur hins vegar sterkari stöðu í hugum neytenda en bæði lax og þorskur.