Fimmta strandveiðiárinu lauk í lok síðasta mánaðar en alls stunduðu 675 bátar veiðarnar. Heildaraflinn nam alls 8.679 tonnum og var megin uppistaðan í aflanum þorskur eða 7.368 tonn. Aflahæstur þeirra 250 báta sem stunduðu veiðar á svæði A, var Gugga ÍS 63 frá Súðavík með 24,6 tonn, að því er fram kemur á bb.is .

Næstir Guggu ÍS komu Hjörtur Stapi ÍS 124 með 23.916 tonn, Smári ÍS 144 með 23.909 tonn og Viðar ÍS 500 með 23,750 tonn. Þeir eru allir gerðir út frá Bolungarvík.