Bátar sem hafa heimahöfn í Bolungarvík fengu langmest af línuívilnun á síðasta fiskveiðiári. Bolungarvík er einnig stærsta löndunarhöfn báta sem fá línuívilnun, að því fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Á síðasta fiskveiðiári var um 5.800 tonnum landað sem línuívilnun. Þar af voru um 3.380 tonn þorskur, um 1.707 tonn ýsa og um 670 tonn steinbítur. Miðað er við afla upp úr sjó. Bátar með heimahöfn í Bolungarvík fengu rúm 850 tonn í línuívilnun.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.