Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir fullreynt með afnám svæðaskiptinga í strandveiðum. Fyrirkomulagi strandveiða var breytt árið 2019 þannig að veiðiheimildum yrði ekki skipt niður á svæði eins og áður var.

„Þetta fyr­ir­komu­lag er að mín­um dómi nú full­reynt,“ segir Svandís í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. „Í þau fjög­ur sum­ur sem þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur verið viðhaft þá hef­ur þurft að stöðva veiðarn­ar áður en að tíma­bilið klár­ast í tvö skipti og nú að öll­um lík­ind­um ger­ist það í þriðja skipti og enn fyrr en áður.“

Hún segist ætla að leggja fram frumvarp í haust sem taki svæðaskiptingu upp á ný.

„Ég hef talað við fjölda strand­veiðisjó­manna sem hafa gagn­rýnt þetta og lýst þessu fyr­ir­komu­lagi sem ósann­gjörnu. Sum­ir þeirra bentu á þessa hættu í upp­hafi. Þá hef­ur einnig verið bent á að ef þessu verður muni bát­ar halda áfram að fær­ast frá þeim svæðum sem koma illa út úr þessu fyr­ir­komu­lagi yfir á það svæði þar sem fisk­gengd er með þeim hætti að hag­kvæmt er að stunda þær frá upp­hafi tíma­bils. Þannig sé fyr­ir­komu­lagið farið að vinna gegn þeim byggðum sem hún átti að treysta.“

Hún greinir enn fremur frá því að nú í sumar muni hún „ráðstafa því sem fékkst af skipti­mörkuðum fyr­ir mak­ríl til strand­veiða, sem mun lengja þann tíma sem veiðar geta staðið. Auk þess að auðvelda að halda til annarra veiða eft­ir að strand­veiðipott­ur­inn er tóm­ur.“