Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar alþingis, að tryggja verði smábátum réttlátan hlut í makrílaflanum.

„Við sem löggjafinn getum búið þannig um hnútana,“ sagði hún við umræður um makrílveiðifrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar á þingi á þriðjudaginn.

Þingið vísaði frumvarpinu til atvinnuveganefndar eftir fyrstu umræðu, og segðist Lilja Rafney telja „að við eigum að gera bragarbót á núna þegar við fáum málið til umfjöllunar.“

Hún segir fullan möguleika á því að hafa áfram tvö þúsund tonna makrílpott fyrir smábáta eins og verið hefur undanfarin ár inni í félagslega hluta kerfisins, sem er 5,3 prósent kvótans.

„Það eru auðvitað margir litlir bátar sem hafa lagt í mikinn kostnað við búnað til þess að stunda makríl og ég tel að það sé mikilvægt að við styðjum við það,“ sagði hún.

Hún vísaði til þess að í Noregi sé hlutur smábátaflotans, sem stundar krókaveiðar á makríl við strendur landsins, 16 til 18 prósent.

„Þó við séum ekki endilega að taka þá tölu þá þurfum við virkilega að horfa til þess,“ sagði hún, „því talan eins og það lítur út í þessu frumvarpi, tvö prósent fyrir smábáta, er ekki ásættanleg.“

Hún sagði líka nauðsynlegt „að horfa með sanngirni á að minni bátarnir koma miklu seinna í veiðar. Það verður að horfa til þess þegar horft er til viðmiðunarára hjá þeim.“