Sea Shepherd samtökin ætla að standa fyrir herferð í sumar gegn grindardrápi í Færeyjum. Þau hafa boðað að 500 sjálfboðaliðar víða úr heiminum muni koma til Færeyja og standa vaktir í mótmælaaðgerðunum, að því er segir í frétt á vef færeyska útvarpsins.
Aðgerðunum verða svo gerð skil með með hjálp samfélagsmiðla um veröld víða.