Kjarasamningur vegna starfa vélstjóra á skipum Hafrannsóknarstofnunar rann út þann 31. mars 2009. Á vef Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að í samningaviðræðum hafi viðsemjendur félagsins ekki verið til viðræðu um leiðréttingu á mjög lágum grunnlaunum vélstjóra á skipum stofnunarinnar.

Félagið hafi því boðað til tímabundinnar vinnustöðvunar á skipum Hafrannsóknarstofnunar dagana 3. til og með 10. september 2010.

Ef samningar hafi ekki náðst fyrir 24. september 2010, hefist ótímabundin vinnustöðvun frá og með 25. september 2010.