Blönduð uppsjávar- og botnfiskfélög skila mestri framlegð, eru hlutfallslega með minnstu skuldirnar og greiða hlutfallslega mestan tekjuskatt. Þetta kom fram í erindi sem Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, flutti á aðalfundi LÍÚ.
Þorvarðar sagði að framlegð (EBITDA) sjávarútvegsfélaga árið 2011 hefði verið 73 milljarðar króna. Heildarskuldir í árslok hefðu numið 410 milljörðum og tekjuskattur til greiðslu á árinu 2012 vegna rekstrarársins 2011 hefði alls verið 5,5 milljarðar króna.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sjá nánar umfjöllun um erindi Þorvarðar í nýjustu Fiskifréttum.