Hafsteinn Már Steinarsson, framkvæmdastjóri Eldislausna, segist finna mikið fyrir vexti í laxeldi. Honum finnst gott að sjá byggðir fyrir austan lifna við á nýjan leik, vegna laxeldisins og uppbyggingar í kringum það.
Eldislausnir er eitt þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017. Sýningin er haldin dagana 13. til 15. september 2017 í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi.