Bleikjan er verðmætasti eldisfiskur Íslendinga. Á síðasta ári var útflutningur eldisbleikju um 3.000 tonn og söluverðmætið um tveir milljarðar króna. Það er um 70% af heildarútflutningsverðmætum eldisfisks.

Þetta kom fram í ræðu Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Búnaðarþingi. Gert er ráð fyrir að framleiðsla á bleikju aukist á næstu árum og framleiðslan verði orðin um 5.000 tonn árið 2015.