Alþjóðaráðið til verndar túnfiskstofnum í Atlantshafi (ICCAT) hefur ákveðið að auka veiðikvótann úr 12.900 tonnum, sem gilt hefur undanfarin ár, í 13.500 krónur á næsta ári. Þetta er vísbending um að stofninn sé að hjarna við eftir mikla læg. Veiðisvæðið er Miðjarðarhaf og austurhluti Atlantshafs.

Gríðarleg ofveiði á bláuggatúnfiski með tilheyrandi vanskráningu á afla viðgekkst lengi og fór aflinn upp í 60.000 tonn árið 2007, að því er talið var. Það var ekki fyrr en árið 2010 að samstaða náðist um það innan ICCAT að þaðan í frá skyldi fylgt ráðgjöf vísindanefndarinnar um nýtingu bláuggatúnfisksins og allt eftirlit hert. Þess má geta að  Ísland er með 25 tonna úr þessum stofni í ár.

Sjá nánar í Fiskifréttum.