Í gær sigldi togarinn Blængur NK áleiðis til Gdansk í Póllandi en þar er ráðgert að vinna að umtalsverðum breytingum og endurbótum á skipinu. Helstu verkþættirnir eru eftirfarandi:
* Allar vistarverur skipverja verða endurnýjaðar og eins innviðir í brúnni
* Gerðar verða breytingar á frystilest og löndunarlúga færð út í stjórnborðssíðu
* Sett verður hliðarskrúfa (270 kw) í skipið til að auðvelda því að athafna sig í höfnum.
* Skipið verður allt sandblásið og málað og unnin verða öll hefðbundin slippverk
Áætlaður verktími í Póllandi er 12 vikur en að lokinni Póllandsdvöl mun skipið sigla til Akureyrar þar sem starfsmenn Slippsins ehf. munu koma endurnýjuðum vinnslubúnaði fyrir á millidekki skipsins.
Skýrt er frá þessu á vef SVN.