Birtar hafa verið sláandi myndir af björgun fimm manna af sökkvandi skipi í slæmu veðri vestur af Skotlandi nýlega. Þeir voru hífðir upp í björgunarþyrlu eftir að hafa hafnað í sjónum rétt áður en skipið sökk og mátti vart tæpara standa.

Togskipið Iuda Naofa, sem var 23metra langt, var statt 48 mílur frá landi þegar sjór komst í það. Þyrlan lét dælur síga niður í skipið en þær komu ekki að gagni. Allir skipverjarnir sópuðust í sjóinn og var bjargað um borð í þyrluna. Þrír voru fluttir á sjúkrahús vegna lítilsháttar ofkælingar en hinum tveimur varð ekki meint af volkinu.

Sjá myndbandið frá björgunaraðgerðunum á vefsíðu Sky fréttastofunnar.