Björgunarafrek var unnið um borð í frystitogaranum Örfirisey RE að morgni 5. desember sl. Kristján Víðir Kristjánsson, yfirstýrimaður, var þá á leið af næturvakt er hann hneig niður fyrir framan skipsfélaga sinn í stakkageymslunni. Ástæðan var hjartaáfall sem olli hjartastoppi. Skjót viðbrögð skipverja og hjartastuðtæki, sem var um borð, björguðu lífi Kristjáns Viðars þennan örlagaríka desemberdag.

Frá þessu er sagt í Þúfu – Fréttabréfi HB Granda sem komið er út. Þar er sagan rekin og rætt er við Kristján Víði og skipverjana, Björn Braga Sigmundsson og Víði Lárusson, sem báru hitann og þungann af endurlífgun Kristjáns Víðis.