„Við höfum séð svolítið af loðnu en við erum vestan við hólfið þar sem við megum nota trollið. Það verður tekin ákvörðun í dag hjá ráðuneytinu hvort hólfið verði stækkað til vesturs og ef svo verður ættum við að verða byrjaðir að veiða í kvöld. Við erum þokkalega bjartsýnir að hólfið verði stækkað.“

Þetta sagði Þorbjörn Víglundsson skipverji á Sigurði VE þegar Eyjafréttir höfðu samband við hann nú fyrir hádegi en þá var skipið statt um 50 sjómílur norður af Melrakkasléttu.

Auk Vestmannaeyjaskipanna tveggja eru Aðalsteinn Jónsson SU og Polar Amaroq einnig farnir til loðnuleitar. Sömuleiðis er rannsóknaskipið Árni Friðriksson lagt af stað en skipið fer vestur og norður fyrir land.