Nýjustu fregnir herma að Bjarni Sæmundsson sem strandaði í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld er laust af strandstað.
Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að skipið hafi komist á flot á flóði klukkan 23.26 í kvöld. Naut það aðstoðar björgunarskipsins Varðar og Fosnafjord og Fosnakongen frá Arctic Fish. Bjarni Sæmundsson liggur nú við bryggju á Tálknafirði.