Bjarni Ólafsson AK fékk nýverið 16 túnfiska í trollið og var hver fiskur á bilinu 150 til 300 kíló, að því er fram kemur á vefnum aflafrettir.is

Skipið var að makrílveiðum 30 sjómílur suðaustur af landinu þegar túnfiskurinn fékkst sem meðafli. Túnfiskinum var landað í Neskaupstað og unninn þar í Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Sjá nánar HÉR .