Fiskflutningabílstjórar á Íslandi þurfa að varast ýmsar hættur, helst þá þrönga vegi og slæma vetrarfærð. Rússneskir kollegar þeirra hafa við annan vanda að glíma sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Bjarndýr kom á vettvang þar sem flutningabíl hafði verið lagt. Björnin klifraði upp á pall bílsins, nældi sér í fisk og hafði sig síðan á brott með ránsfenginn.
http://nyhederne.tv2.dk/article.php/id-70096547%3atv-atletisk-bj%C3%B8rn-fanger-fisk.html?rss