Þótt Grænland sé land bjarndýranna þykir það jafnan tíðindum sæta þegar ísbirnir nálgast mannabyggð óþægilega mikið. Það vakti því mikla athygli síðastliðinn þriðjudag þegar bjarndýr sást nálgast bæinn Sisimiut á vesturströnd Grænlands.

Dýrið var á gangi milli flugvallarins og bæjarins og forvitna áhorfendur dreif að til að líta skepnuna augum. Dýrið þótti vera órólegt í námunda við fólkið og yfirvald veiðimála á staðum taldi rétt að fella það.

Sjá myndir á grænlenskum fréttavef, HÉR