Bjarna Sæmundssyni, rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar verður lagt í byrjun sumars. Á fundi áhafnarinnar með stjórnendum Hafrannsóknastofnunarinnar um helgina kom fram að nú í febrúar myndir skýrast hvort einhverjir gætu fengið önnur störf hjá stofnuninni, tekið sér launalaust leyfi tímabundið eða þá hugsanlega verið sagt upp. RÚV skýrir frá þessu.
Hafrannsóknastofnun vantar um hálfan milljarð króna til að geta haldið áfram svipuðum rekstri og verið hefur. Bæði hefur verið skorið niður hjá stofnuninni eins og hjá öðrum ríkisstofnunum og svo munar ekki síður um að framlag til stofnunarinnar úr Verkefnasjóði sjávarútvegsins hefur snarminnkað en tekjur sjóðsins hafa lækkað mikið.
Samkvæmt áætlun Bjarna stóð til að hann færi í vorleiðangur í maí en af því verður ekki að óbreyttu.
Sjá nánar á vef RÚV