Birtingur NK mun láta úr höfn í Neskaupstað í kvöld og halda til makrílveiða í grænlensku lögsögunni, að því er fram kemur á vef Síldarvinnlunnar.
Skipið mun veiða úr kvóta grænlenska fyrirtækisins Polar Seafood. Skipstjóri á Birtingi verður Steinþór Hálfdanarson.