,,Það er auðvitað jákvætt að komnar séu tillögur um einhvern loðnukvóta en þetta er vissulega lítið og nær ekki að vera helmingur þess sem úthlutað var á síðustu vertíð. Við bindum vonir við að frekari mælingar síðar muni gefa tilefni til þess að auka þennan kvóta," sagði Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ, þegar Fiskifréttir leituðu álits hans á tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar um loðnukvóta á komandi vertíð.