Kingfisher Fish and Chips í Plympton, Plymouth, var í síðustu viku valinn besti fish and chips staður ársins í Bretlandi á sérstakri árlegri verðlaunahátíð sem haldin var í 29. skipti þar sem fiskur og franskar, þjóðarréttur Breta, eru í heiðurssæti.
Kingfisher stóð uppi sem sigurvegari eftir langa og stranga keppni. Í lokin var valið á milli 14 staða sem höfðu unnið fish and chips verðlaun hver í sínu heimahéraði.
Eigandi Kingfisher er að vonum ánægður með sigurinn en staðurinn var í öðru sæti á síðasta ári. Hann segir að á matseðli þeirra sé aðeins fiskur sem veiddur sé með sjálfbærum hætti. Þeir bjóði upp á 12 fisktegundir sem séu MSC vottaðar. Einungis tveir fish and chips staðir í Bretlandi geti státað af viðurkenningu frá Samtökum sjálfbærra veitingahúsa.