Verð á norskum eldislaxi hækkaði í síðustu viku og hefur ekki verið hærra frá því í maí 2011, að því er fram kemur á vefnum www.kystn.no
Verðið í lok vikunnar fór í 34,17 krónur á kíló (786 ISK) og hækkaði um 2,05 krónur á kíló. Fara þarf 20 mánuði aftur í tímann til að finna betra verð, sem var 34,83 krónur á kíló. Þá hafði átt sér stað eitt mesta verðhrun í sögu laxeldisins eftir að verði hafði náð hámarki, 44 krónur á kíló (1.012 ISK) en verðið hrundi á einni viku og hefur ekki náð sér almennilega á strik aftur.