Hrefnuvertíðin í Noregi hefur gengið vonum framar í ár. Búið er að veiða 729 hrefnur það sem af er sumri eða 139 dýrum fleira en í fyrra sem þótt alveg bærileg vertíð. Fara þarf aftur til ársins 1993 til þess að finna hærri tölu en nú.

Alls hefur 21 bátur stundað veiðarnar og veður hefur verið sérstaklega hagstætt.

Það ber þó skugga á vertíðina er að ekki hefur gengið nógu vel að selja kjötið. Af þeim 700 tonnum sem landað hefur verið hafa 500 tonn farið út á markaðinn en 200 tonn farið á lager.