Ebbi AK hefur veitt um 15 tonn af skötusel á fiskveiðiárinu og leigir aflaheimildir aðallega af ríkinu. ,,Við erum að veiða Jónssel,“ segir Eymar Einarsson skipstjóri við blaðamann Fiskifrétta sem fór í skötuselsróður með Ebba AK í síðustu viku.

Alls veiddust 2,4 tonn í róðrinum miðað við slægt þar af rúm 1, tonn af skötusel. Skötuselurinn er viðsjárverð skepna og stundum kemur fyrir að hann stekkur upp og bítur sig fastan í menn um borð. ,,Mér þykir því best að rota hann strax með gúmmísleggju,“ segir Eymar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.